ChatGPT

ChatGPT og önnur byltingarkennd spjallmenni er almennt netnámskeið sem kennir þér að nota hið öfluga ChatGPT spjallmenni fyrir vinnu og leik. Á námskeiðinu er farið yfir helstu atriði í samskiptum við gervigreindina, hvernig á að orða "leiðbeiningar" til að ná sem mestum árangri við hugmyndavinnu, textavinnu, skipulag og leik. Þetta námskeið hentar öllum þeim sem hafa áhuga á að nýta sér nýja byltingarkennda gervigreind til að auðvelda sér lífið.

Skoða nánar

Kennari er Róbert Bjarnason

Róbert er framkvæmdastjóri Íbúa - Samráðslýðræði SES sem er leiðandi stofnun á sviði íbúalýðræðis sem hannar og smíðar opinn hugbúnað sem er notaður í 45 löndum í verkefnum eins og Betri Reykjavík, Okkar Kópavogur, Samráð Skoska þingsins, Junges Wien í Vínarborg og mörgum fleiri.


Róbert er með yfir 30 ára reynslu í gervigreind, og framleiðslu tölvuleikja, vefkerfa, kvikmynda og tónlistar. Hann var meðal stofnenda fyrstu Internet fyrirtækjanna á Íslandi og í Danmörku og þróaði fyrstu farsímaútgáfu The Sims leiksins. Hann hannaði og forritaði gervigreindar gjaldeyrisviðskiptakerfi fyrir vogunarsjóði og þróaði eitt elsta spjallmennið sem enn er í notkun, Agent Ruby, árið 2001.

Myndir með gervigreind

Lærðu að skapa myndir með gervigreind er almennt netnámskeið sem kynnir nýjustu gervigreindartækni sem skapar myndir með einföldum texta leiðbeiningum. Á námskeiðinu verða notuð verkfæri eins og Midjourney, Dall-e, StableDiffusion, Shutterstock og Photoshop. Þú munt læra hvernig á að nota þessi tól og aðferðir til að búa til þínar eigin myndir, grunnatriði þess að skrifa "leiðbeiningar" til að framkalla myndir. Þetta námskeið er fyrir alla sem hafa áhuga á að búa til gervigreindarmyndir sér til gamans, fyrir hugmyndavinnu og margs annars.

Skoða nánar