Netnámskeið fyrir þig um gervigreind
Einföld ný gervigreind fyrir alla
-
Kvöldnámskeið á netinu 8. febrúar kl. 19:30 - ChatGPT og önnur byltingarkennd spjallmenni
Venjulegt verð 19.900 krVenjulegt verðEiningaverð áUppselt -
Kvöldnámskeið á netinu 9. febrúar kl. 19:30 - Lærðu að skapa myndir með gervigreind
Venjulegt verð 19.900 krVenjulegt verðEiningaverð áUppselt -
Laugardagsnámskeið á netinu 11. febrúar kl. 13:00 - ChatGPT og önnur byltingarkennd spjallmenni
Venjulegt verð 19.900 krVenjulegt verðEiningaverð áUppselt -
Sunnudagsnámskeið á netinu 12. febrúar kl. 13:00 - Lærðu að skapa myndir með gervigreind
Venjulegt verð 19.900 krVenjulegt verðEiningaverð áUppselt

ChatGPT
ChatGPT og önnur byltingarkennd spjallmenni er almennt netnámskeið sem kennir þér að nota hið öfluga ChatGPT spjallmenni fyrir vinnu og leik. Á námskeiðinu er farið yfir helstu atriði í samskiptum við gervigreindina, hvernig á að orða "leiðbeiningar" til að ná sem mestum árangri við hugmyndavinnu, textavinnu, skipulag og leik. Þetta námskeið hentar öllum þeim sem hafa áhuga á að nýta sér nýja byltingarkennda gervigreind til að auðvelda sér lífið.

Kennari er Róbert Bjarnason
Róbert er framkvæmdastjóri Íbúa - Samráðslýðræði SES sem er leiðandi stofnun á sviði íbúalýðræðis sem hannar og smíðar opinn hugbúnað sem er notaður í 45 löndum í verkefnum eins og Betri Reykjavík, Okkar Kópavogur, Samráð Skoska þingsins, Junges Wien í Vínarborg og mörgum fleiri.
Róbert er með yfir 30 ára reynslu í gervigreind, og framleiðslu tölvuleikja, vefkerfa, kvikmynda og tónlistar. Hann var meðal stofnenda fyrstu Internet fyrirtækjanna á Íslandi og í Danmörku og þróaði fyrstu farsímaútgáfu The Sims leiksins. Hann hannaði og forritaði gervigreindar gjaldeyrisviðskiptakerfi fyrir vogunarsjóði og þróaði eitt elsta spjallmennið sem enn er í notkun, Agent Ruby, árið 2001.

Myndir með gervigreind
Lærðu að skapa myndir með gervigreind er almennt netnámskeið sem kynnir nýjustu gervigreindartækni sem skapar myndir með einföldum texta leiðbeiningum. Á námskeiðinu verða notuð verkfæri eins og Midjourney, Dall-e, StableDiffusion, Shutterstock og Photoshop. Þú munt læra hvernig á að nota þessi tól og aðferðir til að búa til þínar eigin myndir, grunnatriði þess að skrifa "leiðbeiningar" til að framkalla myndir. Þetta námskeið er fyrir alla sem hafa áhuga á að búa til gervigreindarmyndir sér til gamans, fyrir hugmyndavinnu og margs annars.