Skip to product information
1 of 17

Tölfræðilausnir

Kvöldnámskeið á netinu 9. febrúar kl. 19:30 - Lærðu að skapa myndir með gervigreind

Kvöldnámskeið á netinu 9. febrúar kl. 19:30 - Lærðu að skapa myndir með gervigreind

Regular price 19.900 kr
Regular price Sale price 19.900 kr
Sale Sold out

Einföld ný gervigreind fyrir alla

Þetta námskeið er fyrir alla sem vilja læra að nota byltingarkennda gervigreind til að skapa myndir. Tryggðu þér pláss, aðeins tvær dagsetningar í boði, 9. eða 12. febrúar.

Lærðu að skapa myndir með gervigreind er netnámskeið sem kynnir nýjustu gervigreindartækni til að skapa fallegar og skemmtilegar myndir með einföldum texta leiðbeiningum. 
  • Fyrirlestur
    • Stutt saga samspils tækni og lista.
    • Kynning á skapandi gervigreind og notkun hennar í myndagerð.
    • Yfirlit yfir mismunandi virkni í Midjourney, Dall-e, Stable Diffusion, Shutterstock og Photoshop.
    • Aðferðafræði "leiðbeininga" eða "prompta": Lærðu mikilvægi þess að búa til góðar leiðbeiningar fyrir gervigreindina.
  • Vinnusmiðja
    • Spurningar og svör.
    • Hugmyndir nemenda þróaðar í rauntíma með Midjourney, Dall-e og Stable Diffusion.
    • Við ræðum áhrif þessarar tækni á listamenn og hönnuði.
      • Farið sérstaklega yfir hvernig Stable Diffusion og Midjourney nota milljarða mynda af netinu til að þjálfa gervigreind og mikilvægi þess að listamenn, hönnuðir og ljósmyndarar fái borgað fyrir þær myndir sem eru notaðar.
      • Einnig skoðum við Dall-e hjá Shutterstock sem notar bara myndir sem eru keyptar með leyfi.
  • Framtíðin
    • Við skoðum og spáum í hvað er líklegt að gerist á þessu ári varðandi þessa tækni.
  • Sjálfbærni
    • Heimaæfingar í Midjourney.
    • Með áframhaldandi persónulegri ráðgjöf, spurningar og svör, í gegnum tölvupóst í 7 daga eftir að námskeiði lýkur.

Námskeiðið er þann 9. febrúar kl. 19:30 - 21:30 á netfundi.

Kennari: Róbert Bjarnason

Róbert er framkvæmdastjóri Íbúa - Samráðslýðræði SES sem er leiðandi stofnun á sviði íbúalýðræðis sem hannar og smíðar opinn hugbúnað sem er notaður í 45 löndum í verkefnum eins og Betri Reykjavík, Okkar Kópavogur, Samráð Skoska Þingsins, Junge Wien í Vínarborg og mörgum fleiri.


Róbert er með yfir 30 ára reynslu í gervigreind, og framleiðslu tölvuleikja, vefkerfa, kvikmynda og tónlistar. Hann var meðal stofnenda fyrstu Internet fyrirtækjanna á Íslandi og í Danmörku og þróaði fyrstu farsímaútgáfu The Sims leiksins. Hann hannaði og forritaði gervigreindar gjaldeyrisviðskiptakerfi fyrir vogunarsjóði og þróaði eitt elsta spjallmennið sem enn er í notkun, Agent Ruby, árið 2001.


Samhliða starfi sínu í einkageiranum hefur Róbert einnig nýtt gervigreindarþekkingu sína í þágu samfélagsins í gegnum félagasamtökin Íbúa ses, þar sem hann hefur unnið að verkefnum sem valdefla almenning víðsvegar um heim síðan 2008. Nýlega stofnsetti Róbert tölvuleikjafyrirtækið Prompt Monkeys, sem býr til leiki með gervigreind. Með víðtækri þekkingu sinni og reynslu er Róbert því vel í stakk búinn til að kenna þér það helsta sem þú þarft að vita um textasmíð og myndsköpun með gervigreind.

View full details