Tölfræðilausnir
Laugardagsnámskeið á netinu 11. febrúar kl. 13:00 - ChatGPT og önnur byltingarkennd spjallmenni
Laugardagsnámskeið á netinu 11. febrúar kl. 13:00 - ChatGPT og önnur byltingarkennd spjallmenni
Couldn't load pickup availability
Einföld ný gervigreind fyrir alla
Lærðu að nota ChatGPT á einfaldan hátt til að hjálpa þér við fjölbreytt verkefni. Tryggðu þér pláss, aðeins tvær dagsetningar í boði, 8. eða 11. febrúar.
ChatGPT og önnur byltingarkennd spjallmenni er netnámskeið sem kennir þér að nota hið öfluga ChatGPT spjallmenni. Á námskeiðinu er farið yfir helstu atriði í samskiptum við gervigreindina, hvernig á að smíða “leiðbeiningar” til að ná sem mestum árangri við hugmyndavinnu, textavinnu, skipulag og leik. Þetta námskeið hentar öllum sem hafa áhuga á að nýta sér byltingarkennda gervigreind.
- Fyrirlestur
- Stutt saga og kynning á spjallmennum og gervigreind.
- Aðferðafræði "leiðbeininga" eða "prompta": Lærðu mikilvægi þess að búa til góðar leiðbeiningar fyrir gervigreindina. T.d.:
- Til þess að þróa hugmyndir og skrifa viðskipta-, markaðs- eða hönnunarskjöl í gegnum samtal við ChatGPT.
- Til að fá ChatGPT til að taka að sér hin ýmsu hlutverk
- Til að gagnrýna hugmyndina þína
- Sögulegar persónur eins og t.d. Plato, Einstein eða Buddha.
- Einkaþjálfari sem hjálpar til við að búa til æfinga- og matarplön
- Í leik til að spila eða búa til nýja leiki eða að fá ChatGPT til að skrifa með þér smásöguna sem þú hafðir aldrei tíma til að skrifa.
- Hvernig notum við ChatGPT með íslensku?
- Vinnusmiðja
- Spurningar og svör.
- Hugmyndir nemenda unnar í rauntíma með ChatGPT.
- Takmarkanir og hugsanlegar hættur: Ræðum takmarkanir ChatGPT og hugleiðum hugsanlegar áhættur varðandi spjallmenni, sem getur t.d. einstaka sinnum komið fram með sannfærandi rangar upplýsingar.
- Framtíðin
- Við skoðum og spáum í hvað er líklegt að gerist á þessu ári varðandi þessa tækni.
- Sjálfbærni
- Heimaæfingar í ChatGPT.
- Með áframhaldandi persónulegri ráðgjöf, spurningar og svör, í gegnum tölvupóst í 7 daga eftir að námskeiði lýkur.
Þann 6. febrúar tilkynnti Google að þeirra spjallmenni, Bard, muni fara í loftið á þeirra aðal leitarsíðu á næstu vikum. Bard er að stórum hluta byggður á sömu tækni og ChatGPT sem þýðir að þetta námskeið mun einnig nýtast þér í samskiptum við Bard.
Námskeiðið er þann 11. febrúar kl. 13:00 - 15:00 á netfundi.
Kennari: Róbert Bjarnason
Róbert er framkvæmdastjóri Íbúa - Samráðslýðræði SES sem er leiðandi stofnun á sviði íbúalýðræðis sem hannar og smíðar opinn hugbúnað sem er notaður í 45 löndum í verkefnum eins og Betri Reykjavík, Okkar Kópavogur, Samráð Skoska Þingsins, Junge Wien í Vínarborg og mörgum fleiri.
Róbert er með yfir 30 ára reynslu í gervigreind, og framleiðslu tölvuleikja, vefkerfa, kvikmynda og tónlistar. Hann var meðal stofnenda fyrstu Internet fyrirtækjanna á Íslandi og í Danmörku og þróaði fyrstu farsímaútgáfu The Sims leiksins. Hann hannaði og forritaði gervigreindar gjaldeyrisviðskiptakerfi fyrir vogunarsjóði og þróaði eitt elsta spjallmennið sem enn er í notkun, Agent Ruby, árið 2001.
Samhliða starfi sínu í einkageiranum hefur Róbert einnig nýtt gervigreindarþekkingu sína í þágu samfélagsins í gegnum félagasamtökin Íbúa ses, þar sem hann hefur unnið að verkefnum sem valdefla almenning víðsvegar um heim síðan 2008. Nýlega stofnsetti Róbert tölvuleikjafyrirtækið Prompt Monkeys, sem býr til leiki með gervigreind. Með víðtækri þekkingu sinni og reynslu er Róbert því vel í stakk búinn til að kenna þér það helsta sem þú þarft að vita um textasmíð og myndsköpun með gervigreind.
